Bresk pólitík?

Án þess að þekkja í smáatriðum hvaða gögn eða upplýsingar liggja til grundvallar lánshæfimats þessara þriggja fyrirtækja get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort sú staðreynd að höfuðstöðvar allra þessara fyrirtækja í Evrópu, eru í Bretlandi (London), hafi e-h áhrif á einkunn íslenska ríkisins.

Hin neikvæða umfjöllun sem átt hefur sér stað um efnahagslega stöðu Íslands í fjölmiðlum þar ytra er til þess fallin að fólk álíti stöðuna jafnvel enn verri en hún raunverulega er. Það er í mannlegu eðli að taka sérstaklega eftir upplýsingum sem styðja við þær skoðanir sem þú hefur mótað þér um einhverja hluti og útiloka upplýsingar sem eru í andstöðu við þær. Ég á því auðvelt með að ímynda mér e-h breska sérfræðinga rýnandi í gögn og upplýsingar um Ísland, með neikvæðu hugarfari, og komast að lokum að mjög slæmri niðurstöðu.

Það má einnig velta því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða í þessum fyrirtækjum, líkt og víða annarsstaðar, og þá hvort um e-h pólitísk áhrif sé að ræða inn í þessi fyrirtæki. Ef um slík pólitísk áhrif er að ræða þá væri þetta ekki í fyrsta skipti sem Bretar beita pólitískum áhrifum sínum til að reyna að knýja fram samþykkt Íslands á Icesave skuldbindingum, langt umfram það sem lög kveða á um. Hefur því ekki verið haldið á lofti að lánshæfimat íslenska ríkisins muni hækka um leið og Icesave skuldbindingarnar eru samþykktar? Stórfelld lækkun á lánshæfimati okkar nú er kannski enn ein leiðin, af hálfu Breta, til að knýja fram samþykktir á þessum samningum?

Ég fæ reyndar ekki séð að lánshæfimat ríkisins geti batnað við að leggja á það stórauknar byrðar líkt og felast í Icesave samningnum, en það er nú sér umfjöllunarefni.
mbl.is Lánshæfismat ríkisins lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Velvakandi

Það hefur líka hvarflað að mér hvort mat sé yfir línuna neikvæðara frá Evrópu, einkum Icesave-landanna, en frá t.d. N-Ameríku.

Mér hefur skilist að strax í kjölfar hrunsins hafi sendiráð okkar í Evrópu fengið mun neikvæðari viðmót í löndunum þar heldur en sendiráð okkar í N-Ameríku.  Hjá þeim síðarnefndu hafi menn tekið hrunið hér með meira jafnaðargeði, verið jákvæðari og bjartsýnni í okkar garð, enda eru þeir kannski vanari ólgusjó kapítalismans heldur en hinir vernduðu Evrópubúar sem láta ríkið hlaupa undir bagga hvenær sem vind hreyfir.

Velvakandi, 12.11.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband