Undirritun samninga lögbrot!

Það er rétt að skrifað hefur verið undir lánasamninga við Breta og Hollendinga.

Það er þó alveg ljóst að með því að undirrita samningana frömdu þeir aðilar er þá undirrituðu alvarlegt lögbrot! Í stjórnarskrá Íslands, sem telst æðri öllum lögum, kveður skýrt á um að ekki megi skuldbinda ríkið án þess að lagaheimild liggi fyrir. Í 40. grein stjórnarskrár Íslands, segir orðrétt; "Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra, nema með lagaheimild". Lagaheimild liggur ekki fyrir fyrr en Alþingi samþykkir löggjöf sem síðan er undirrituð af forseta Íslands. Þar sem samninganir kveða á um ríkisábyrgð er því alveg ljóst að framið var lögbrot með undirritun þeirra án þess að áður hefði verið samþykkt löggjöf um slíka ábyrgð!

Ég fæ því ekki séð annað en að þessir samingar séu ólögmætir. Það ætti að vera auðvelt að benda Bretum og Hollendingum á þetta ákvæði í stjórnarskrá okkar og á að þeir aðilar er undirrituðu samningana hafi ekki haft lagalega heimild til þess. Að almenningur sætti sig ekki við slíkt brot á stjórnarskrá landsins. En það er greinilega verið að reyna að vernda mannorð einhverra einstaklinga sem gáfu Bretum og Hollendingum fögur loforð fyrir okkar hönd, með enga heimild til þess, á kostnað okkar allra. Ef ekki væri svo væri löngu búið að benda á þessa staðreynd. Við erum a.m.k. mjög illa stödd ef ríkisstjórnin og alþingismenn þekkja ekki stjórnarskrána.

Á þessum forsendum eigum við að krefjast endurnýjunar samninganna. Að samþykkja áður gerða samninga væri líkt og að ef fyrirtæki myndi samþykkja að greiða lánasamning er undirritaður hefði verið af aðilum sem ekki hefðu prókúru fyrir félagið. Kæmi slíkt tilfelli upp yrði félagið ekki skuldbundið til að gangast við lánasamningi. Ríkið er ekkert annað en "fyrirtæki" okkar Íslendinga, fjármagnað af okkur og má líta á stjórnarskrána sem stofnsamning "félagsins". Í stofnssamningi okkar félags (stjórnarskránni) kveður skýrt á um að ekki sé heimild til undirritunar slíkra lánasamninga. Við almenningur höfum því fullan rétt á að hafna þessum samningum!

Málið snýst því ekki eingöngu um ríkisábyrgð á samningum sem nú þegar er búið að samþykkja og ekki hægt að breyta eins og margir vilja halda fram. Samningarnir sjálfir eru ólögmætir, undirritaðir af aðilum án lagalegra heimilda!

Þá staðreynd þarf hinsvegar að útskýra á alþjóðavettvangi og þér sérstaklega fyrir Bretum og Hollendingum. Útskýra þarf að almenningur á Íslandi gangist ekki við undirritunum aðila á þessum samningum þar sem þær séu skýrt brot á stjórnarskránni. Við höfum ekki efni á og eigum ekki að hlífa þeim aðilum er frömdu þetta lögbrot. Við eigum að krefjast þess að þeir stígi fram og viðurkenni sín mistök opinberlega. Það er ekki og má ekki verða hlutskipti okkar hinna að axla þeirra ábyrgð.

Tjáskipti virðast hinsvegar ekki vera ofarlega á dagskrá hjá ríkisstjórninni og þau litlu samskipti sem átt hafa sér stað hafa ekki verið okkar málstað til bóta. Það er stundum engu líkara en okkar eigin ríkisstjórn sé gengin í lið með Bretum og Hollendingum. Það er í.þ.m. augljóst að það virðist meira kappsmál að þessir samningar standi og að samþykkt verði ríkisábyrgð en að verja rétt okkar.


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband