Þvingun eða ranghugmyndir?

Norræni Fjárfestingabankinn kominn í lið með Bretum, Hollendingum og ESB? Er hægt að draga aðra ályktun? "Hættir að lána íslenskum fyrirtækjum vegna of mikillar áhættu" (Ok, það má kannski færa einhver rök fyrir því), EN ... "við endurskoðum það hugsanlega ef ríkisábyrð á Icesave verður samþykkt" (óskiljanlegt). Mér þætti a.m.k. fróðlegt að heyra hvaða rökstuðningur liggur að baki þeirri ályktun að áhættan minnki við samþykkt ríkisábyrgðar! Ég fæ ekki séð hvernig lánstraust á hagkerfi getur aukist með því að leggja á það slíkar byrðar.

Önnur ályktun sem draga má er sú að málstaður okkar hafi ekki verið nægjanlega vel kynntur á alþjóðavettvangi, sem ég tel reyndar staðreynd. Þrátt fyrir mikila umfjöllun í innlendum fjölmiðlum um réttmæti kröfu Breta og Hollendinga um ríkisábyrð fer lítið fyrir sambærilegri umfjöllun í erlendum miðlum. Engin sannfærandi rök fyrir ríkisábyrgð hafa komið fram í þessari umfjöllun en á hinn bóginn hafa mörg og sannfærandi rök verið færð fyrir því að okkur beri ekki að samþykkja hana.

Þeir sem ekki fylgjast með íslenskum fjölmiðlum eru án efa haldnir þeim ranghugmyndum að það eina sem fyrir okkur vaki sé að komast hjá því að greiða það sem "okkur ber" með öllum tiltækum ráðum. Slíkar hugmyndir eru auðvitað til þess fallnar að valda vantrausti.

Okkur vantar talsmann/menn sem hlustað er á til að kynna okkar málstað betur á alþjóðavettvangi! Af hverju hefur enginn lagt sig fram við að koma honum betur á framfæri í erlendum fjölmiðlum, ég spyr? 

 


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að greiða ekki Icesave sýnir hugarfar sem lánadrottnar vilja ekki sjá hjá viðkiptamönnum sínum. Hlaupast frá ábyrgð heitir það ... og svoleiðs fólk vilja menn ekki skipta við... það er víst aðalmálið.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Esther Anna Jóhannsdóttir

Jón, það skilja allir að lánadrottnar vilja ekki viðskiptavini sem eru þekktir fyrir að greiða ekki sínar skuldir eða hlaupast frá ábyrgð. Ég hefði þó haldið að ekki væri vænlegra að lána þeim sem skrifa upp á hvað sem er, jafnvel það sem þeim ber ekki að greiða og hafa ekki getu til að greiða. Lítil von um að þeir ráði við greiðslur í framtíðinni.

Óskar,  rökin um vanskilin eru góð og gild! Ég er hins vegar forvitin um röksemdafærslurnar á bakvið "við skiptum hugsanlega um skoðun ef ríkisábyrgð á Icesave er samþykkt". Ég fæ ekki séð hvernig lánstraust á hagkerfi eykst með því að leggja á það slíkar byrðar. Þér til upplýsinga þá las ég alla fréttina og frábið mér slíkum dónaskap sem yfirlýsing þín gefur til kynna. Gott væri ef þú sýndir þroska og hefðir umræður hér á málefnalegum nótum án ókurteisi!

Esther Anna Jóhannsdóttir, 24.7.2009 kl. 00:17

3 identicon

Óskar,  myndir þú frekar lána fólki pening sem væri ný búið að drekkja sjálfu sér í skuldafeni?  Það að viðurkenna skuldina þýðir ekki að maður geti staðið undir henni.

Af hverju í veröldinni eigum við að leggjast á hnén og borga þessar upphæðir ef lög og reglur segja að við þurfum þess ekki?

Það er svo fáránlegt að ætla Íslendingum að greiða þetta að maður veit ekki hvort það er réttara að hlægja eða gráta yfir þessu. 

Hrafna (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Esther Anna Jóhannsdóttir

Íslenska ríkið hefur engar skuldbindingar vegna Icesave og því snýst þetta ekki um að sýna lit eða vilja. Það er einmitt ástæðan fyrir því að þessi ríkisábyrgð þarf að fara fyrir alþingi. Ef einhverjar tilskipanir eða lög kvæðu á um að íslenska ríkið væri ábyrgt fyrir greiðslum umfram það sem til er í tryggingarsjóði innistæðueigenda þyrfti þetta ekki að fara í gegn um alþingi. Þetta væri þá nú þegar í lögum og samþykkt og enginn ágreiningur um málið. Tryggingarsjóðir innistæðueigenda eru skv ESB tilskipun sjálfstæðir sjóðir sem eru ekki í eigu ríkisins og eru fjármagnaðir af fjármálastofnunum. Það er rétt að þetta voru íslenskir bankar, með íslenska eigendur sem störfuðu undir íslensku eftirliti. Þeir störfuðu hins vegar samkvæmt lögum um fjármálastarfsemi frá ESB. Hlutverk íslenska eftirlitsins var að sjá til þess að þessar stofnanir fylgdu tilskipunum frá ESB sem þeir og gerðu. Í þeim tilskipunum er m.a. kveðið á um lágmarks eigiðfjárhlutfall banka, greiðslur í innistæðutryggingasjóði ofl. Við almenningur á Íslandi eigum ekki og getum ekki tekið á okkur skuldbindingar vegna hlutafélaga sem fóru offari í skjóli meingallaðs regluverks frá ESB. Ekki gleyma því að innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hafa greitt fjármagnstekjuskatt af sínum innistæðum í þarlendum útibúum til hollenska og breska ríkisins undanfarin ár en ekki hins íslenska. 

Esther Anna Jóhannsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:14

5 Smámynd: Esther Anna Jóhannsdóttir

Farðu nú varlega í að fullyrða að fólk skilji ekki málefni, mér leiðist slíkur hroki.

Hvað þetta varðar þá höfum við verið sökuð um brot á jafnræðisreglunni.

Í sinni einföldustu mynd er sú ákvörðun að ábyrgjast innistæður íslenskra sparifjáreigenda en ekki annarra brot á jafnræðisreglu ESB, sem er mjög í hávegum höfð.

Staðreyndin er sú að skv lögum um tryggingarsjóði (frá ESB) er ekkert sem kveður á um að ríki eigi að ábyrgjast innistæður umfram það sem til er í sjóðunum. Ríkinu ber því ekki lagaleg skylda til að ábyrgjast neinar innistæður, hvorki Íslendinga né annarra umfram það. En má réttlæta þá ákvörðun að ábyrgjast sparifé Íslendinga og rökstyðja að hún sé ekki brot á jafnræðisreglunni? Íslenska ríkið er jú ekkert annað en „fyrirtæki“ í eigu almennings á Íslandi og er fjármagnað af eigendum (okkur). Stjórnvöld má því líta á sem stjórn í okkar eigin fyrirtæki. Í raun ákvað stjórnin að lána eigendum fyrirtækisins sambærilegar upphæðir og þeir „töpuðu“ af sparifjárreikningum við hrun bankanna. Þessi lán þurfum við eigendur að endurgreiða fyrirtækinu til baka á einhverjum árum m.a. í formi hærri skatta eða annarra álagðra gjalda. Ekkert ólöglegt við þetta er það? Er nokkuð sem bannar fyrirtækjum að lána eigendum svo fremi að lánin verði greidd til baka, lánskjörin teljist eðlileg og sambærileg þeim sem öðrum bjóðast. Ef „stjórnin“ ákveður að lána Hollendingum og Bretum einnig án þess að krefjast endurgreiðslu á sama hátt og frá íslenskum ríkisborgurum er um verulega mismunun að ræða og brot á jafnræðisreglunni, tel ég!

Lausnin er því kannski að bjóða Hollendingum og Bretum sömu kjör. Þeir fá sínar innistæður að fullu greiddar en endurgreiða lánið til baka með því að hækka skattbyrði sem rennur þá að hluta til íslenska ríkisins (lánveitanda). Er þetta ekki alveg ljóst? ....  og ekkert brot á jafnræðisreglunni?

Esther Anna Jóhannsdóttir, 24.7.2009 kl. 02:09

6 identicon

Góð rök Esther og vel framsett hjá þér, hafði gaman af að lesa þennan vinkil á málinu.

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:49

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Mér finnst fréttin um Norræna fjárfestingabankann fyrst og fremst skrýtin. Bankinn hefur ekki veitt neinu íslensku fyrirtæki lán síðan 2007. Engar fréttir eru um hvort það liggi fyrir íslensk lánsumsókn.

Nú dúkkar þetta upp sem frétt í miðri umfjöllun um IceSave. Fréttin um að halda áfram að lána ekki er tengd IceSave deilunni af íslenskum varafulltrúa í stjórn bankans. Þetta lyktar af pólitík. Alla vega kemur fréttin sér vel fyrir þá sem vilja koma IceSave í gegn í hvelli.

Aðeins um það sem Óskar segir í athugasemd 5:
Það er mjög varasamt að mæla greiðslubyrði út frá þjóðarframleiðslu. Lánin eru í erlendri mynt og krefjast því gjaldeyris. Ef samið væri um hámark á greiðslubyrði ætti að miða við útflutningstekjur.

Til að sýna hversu þungt þetta er þá yrði greiðslubyrði Íslands 2016-2023 meiri en nemur öllum útflutningstekjum af þorski sem veiðist á Íslandsmiðum. Það er útilokað með öllu að við fáum staðið undir því, sama hvernig menn reyna að reikna sig framhjá staðreyndunum.

Haraldur Hansson, 24.7.2009 kl. 10:53

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er tvennt sem mig langar að henda hérna inn sem gleymist oft:

  1. Þegar neyðarlögin voru sett hér í haust átti sér engin mismunun á grundvelli þjóðernis sér stað, ólíkt því sem sumir hafa haldið fram.  Í versta falli var mismunun á grundvelli landafræði.  Allir sem áttu innistæður í þeim útibúum sem ríkið keypti út úr gömlu bönkunum fengu sínar innistæður að fullu, líka erlendir ríkisborgarar.
  2. Varðandi dómstólaleiðina svokölluðu.  Mér hefur sýnst að deilan snúist að einhverju leiti um það að við höfum mögulega brotið á einhverjum EES reglum.  Ef aðrar EES þjóðir telja að svo sé þá er til dómstóll sem fjallar um þau málefni og öll 30 EES ríkin hafa samþykkt með undirskrift.  Sá dómstóll er EFTA dómstóllinn.
 

Axel Þór Kolbeinsson, 27.7.2009 kl. 11:40

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef velt alvarlega fyrir mér hvort Gylfi Magnússon sé málaliði Bildenbergshópsins eða eitthvað svoleiðis.

Hann mætir reglulega í fjölmiðlanna og gerir einhverjar svona furðulegar tengingar s.b.r. Norræni fjárfestingarbankinn og Icesave þegar það liggur fyrir að bankinn hefur ekki lánað Íslandi frá 2007.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 02:56

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

  
 
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband