Auðæfi og gildismat

Eftir hið margumrædda bankahrun haustið 2008 var mikið fjallað um hvernig lífsgildi og áherslur þjóðarinnar hefðu breyst. Að fólk hefði, eftir tímabil mikillar efnishyggju, farið í gegnum ákveðna endurskoðun á gildum og uppgötvað að peningar væru ekki það mikilvægasta í lífinu. Sumir jafnvel þökkuðu þeim sem höfðu átt þátt í bankahruninu fyrir að hafa valdið því að þeir endurmátu áherslur í lífinu og fóru að leggja meiri rækt við mun verðmætari "hluti" en peninga, eins og fjölskyldu og vini.

Mér hefur verið hugsað til þessa í tengslum við umræður um launakjör heilbrigðisstarfsmanna. Þjóðin hefur með orðum sammælst um að mestu auðæfin felist ekki í peningum en þeim orðum hefur ef til vill ekki verið nógu vel fylgt eftir í verki með auknum áherslum á verðmætari "hluti".

Af hverju er t.d. svo mikill munur á launakjörum heilbrigðisstarfsmanna og bankastarfsmanna?

Það hefur talist góð og gild regla að ákvarða sanngjörn laun fyrir störf út frá mati á verðmætasköpun og ábyrgð sem starfinu fylgir. Teljum við virkilega meiri verðmæti fólgin í peningum en heilsu ... og meiri ábyrgð felast í að "sýsla" með peningana okkar en heilsuna? Er ekki góð heilsa grundvöllur þess að við getum notið þeirra verðmæta sem við erum flest sammála um að séu mikilvægari en peningar sem eru meðal annars samverustundir með fjölskyldu og vinum?

Orð eru til einskis nema þeim sé fylgt eftir með viðeigandi verknaði.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband